Transcendental Meditation and Project Management

Submitted by: Submitted by

Views: 345

Words: 2360

Pages: 10

Category: Business and Industry

Date Submitted: 04/21/2011 09:44 AM

Report This Essay

Útdráttur

Í þessu verkefni er skoðað hvernig yfirskilvitleg hugleiðsla (e. Transcendental Meditation) nýtist í verkefnastjórnun.

Transcendental Meditation (hér eftir kallað TM) er hugleiðsluaðferð sem á rætur sýnar að rekja til Hinduisma á Indlandi sem hefur notið sí aukinna vinsælda meðal íbúa í vestrænum ríkjum. Ástæður má rekja annars til vitundarvakningar í hugrænum aðferðum til að stemma stigu við sí fjölgandi streytuvöldum í hröðu viðskiptaumhverfi dagsins í dag.

Niðurstöður úr verkefninu sýna framá að TM kemur að mjög góðum notum fyrir verkefnastjóra sem og aðra starfsmenn fyrirtækja. Með stundun TM þá kemst verkefnastjórinn í betra samband við sjálfan sig og nær betri yfirvegun í leik og starfi.

Inngangur

Meginmarkmið þessa verkefnis er að gera grein fyrir því hvort hægt sé að nýta TM aðferðina í tengslun við verkefnastjórnun. Könnuð verður hugmyndafræðin og sýnt framá notagildi hennar í umhverfi verkefnstjórans.

Um er að ræða hugleiðsluaðferð sem á rætur sýnar að rekja til Hinduisma og sagt er í bókinn World Religions " Since the 10th century, yogis have brought their teaching to the west, and have found new cults or religions. An example is Maharishi Mahesh Yogi and Transcendental Meditation”. Sumir vilja meina að þetta sé hluti eða arfleifð Hindu trúarbragða en aðrir að þetta sé eingöngu tækni til að komast í snertingu við hið innra sjálf. Hvort sem heldur þá er hægt að nota þessa aðferð með öðrum trúarbrögðum eða án þeirra, í vinnu sem verkefnastjóri til að komast í snertingu við innri manneskju og öðlast ró.

Í fyrstu er saga Maharishi Mahesh Yogi stuttlega kynnt, TM hugmyndfræðinni lýst og síðan farið í notkunmöguleika hennar við vinnu verkefnastjórans. Að því loknu verða dregnar ályktanir af því hversu nytsamleg aðferðafræðin er í fyrrgreindu samhengi.

Maharishi Mahesh Yogi

Maharishi Mahesh Yogi fæddist í Mahesh Prasad Varma í byrjun 20.aldarinnar. Hann þróaði TM tæknina og leiddi útbreiðslu aðferðarinnar í vestrænum ríkjum. Hugleiðsla...